Ve­ri­ kl: 1:00
Sta­ur ┌rk. Skřj. m/s Vindst. Hiti
ReykjavÝk 0,0 3 ANA -3,2░
Stykkishˇlmur 0,0 5 ANA -3,8░
BolungarvÝk 0,0 2 VSV -4,8░
Akureyri 0,0 2 S -5,8░
Raufarh÷fn 0,0 6 SV -5,1░
Egilsst.flugv. 0,0 4 SSA -6,1░
Dalatangi 0,1 1 V -2,2░
Keflav.flugv. 5 SA -3,1░

K÷nnun
Ţmsar upplřsingar
mi­vikudagurinn 17. oktˇberá2012

ReykjavÝkurborg kaupir Umfer­armi­st÷­ina

Umfer­armi­st÷­in og lˇ­in ■ar Ý kring.  Mynd af vef ReykajvÝkurborgar
Umfer­armi­st÷­in og lˇ­in ■ar Ý kring. Mynd af vef ReykajvÝkurborgar

Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að Reykjavíkurborg kaupi Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og lóðina sem henni fylgir fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf og Landsbanki Íslands.  Þá var einnig samþykkt að borgin kaupi Keilugranda 1 ásamt lóðinni sem skemmunni fylgir. Kaupverðið er um 240 milljónir króna.

Reykjavíkurborg hyggst nýta Umferðarmiðstöðina sem miðstöð almenningssamgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu.

Í kringum lóð Umferðamiðstöðvarinnar er svæði sem nefnt hefur verið U-reitur en ríkið skilaði Reykjavíkurborg nýverið því svæði til baka. Með kaupunum gefst borginni kostur á að deiliskipuleggja svæðið í heild sinni. 

Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir fjölbreyttri uppbyggingu á svæðinu enda nýtur það nálægðar við háskólasvæðið í Vatnsmýri og nýjan Landspítala. Hugmyndin er að þarna rísi blönduð byggð lítilla og meðalstórra íbúða sem muni henta ungu fólki.
 
Umferðarmiðstöðin verður aðalskiptistöð Strætó

Hugmyndir Reykjavíkurborgar varðandi Umferðarmiðstöðina ganga út á það að leiðakerfi Strætó bs verði breytt þannig að Umferðarmiðstöðin taki að mestu við núverandi hlutverki skiptistöðvar á Hlemmi. Kaupunum fylgir leigusamningur við Kynnisferðir. Stefnt er að því að gera nýjan samning við fyrirtækið sem taki mið af breyttum aðstæðum en taki jafnframt tillit til hagsmuna fyrirtækisins. Jafnframt verður öðrum þjónustuaðilum boðin aðstaða í húsinu svo það geti orðið öflug skiptistöð í samgöngum sem tengist þjónustu við ferðamenn og flugsamgöngur.

Gert er ráð fyrir því að sala á farmiðum, ferðum, upplýsingaþjónusta um gistingu og hótel, aðstaða fyrir leigubíla, bílaleigur og hjólaleigu verði til staðar í húsinu. Þá mun verða aðstaða í húsinu fyrir ýmis konar þjónustu, t.d. litlar verslanir, veitingastaði, hraðbanka og netkaffi sem geri það meira aðlaðandi.

 

Kaupir einnig Keilugranda 1

Borgarstjórn ákvað einnig að staðfesta kauptilboð sem borgin hefur gert í lóðina að Keilugranda 1. Tilboðið hljóðar upp á 60 milljónir króna í reiðufé við afhendingu afsals ásamt því að greitt er með þremur eignum sem Reykjavíkurborg lætur ganga upp í kaupverðið sem verðmetnar eru á 180 milljónir króna.  Heildarkaupverð er því um 240 milljónir króna.

Um lóðina að Keilugranda 1 hefur ríkt óvissa en þar hafa verið uppi óskir um mikla uppbyggingu sem eru ekki í takti við hugmyndir skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Með kaupunum getur borgin skipulagt lóðina eftir eigin hugmyndum en gert er ráð fyrir hóflegri þéttingu byggðar á reitnum sem samræmist nýju aðalskipulagi ásamt íþróttaaðstöðu sem nýtist börnum og unglingum.

 

Í greinargerð framkvæmda- og eignasviðs segir að ekki sé talin mikil fjárhagsleg áhætta af kaupunum þar sem áætlað er að kaupverðið skili sér aftur með sölu á byggingarrétti. Lóðin er í næsta nágrenni við Grandaskóla og íþróttasvæði KR.

Á lóðinni stendur nú skemma þar sem SÍF var til húsa sem Reykjavíkurborg eignast með kaupunum. Mun hún verða rifin áður en uppbygging hefst á lóðinni.

 

Eignirnar sem Reykjavíkurborg lætur ganga upp í kaupverðið eru Suðurlandsbraut 32, 2. hæð, Einimelur 19 og Búðargerði 9, íbúð á 2. og 3. hæð.

 

Orðrétt heimild:  Frétt og mynd á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is

KeflavÝk | Brottfarir
WW760 06:00 Frankfurt
WW720 06:00 Berlin Schoenefeld
WW442 06:00 Amsterdam
WW404 06:00 Paris CDG
WW810 06:20 London Gatwick
WW902 06:30 Copenhagen
WW698 07:00 Tel Aviv
FI532 07:20 Munich
FI520 07:30 Frankfurt
KeflavÝk | Komur
WW132 04:05 Miami Intl
WW252 04:25 Montreal
WW126 04:50 Boston
WW104 04:55 New York Newark
WW214 04:50 Toronto
WW154 05:00 Chicago
WW148 04:50 Pittsburgh
FI688 06:10 Orlando
FI614 06:15 New York JFK
ReykjavÝk | F.═. | Brottfarir
ReykjavÝk | F.═. | Komur
ReykjavÝk | Ernir | Kom./Brottf.
Akureyri | F.═. | Komur / Brottfarir
Egilssta­ir | F.═. | Komur / Brottfarir
═safj÷r­ur | F.═. | Komur / Brottfarir
Vestma.eyjar | Ernir | Kom./Brott.
BÝldudalur | Ernir | Kom./Brott.
H˙savÝk | Ernir | Kom./Brott.
H÷fn | Ernir | Kom./Brott.
┴Štlunarfer­ir til og frß flugv÷llum
Almenningssamg÷ngur
BÝlfarsvefir
┴Štlunarfer­ir til og frß ferjust÷­um
Leigubifrei­ast÷­var
BensÝnver­
Eldsneytisverð
95 okt 
Lægsta verð190.90
Meðalverð203.08
Dísel 
Lægsta verð181.90
Meðalverð195.10
Sjá nánar á GSMBensín.is
 
Vefumsjˇn