Ve­ri­ kl: 4:00
Sta­ur ┌rk. Skřj. m/s Vindst. Hiti
ReykjavÝk 0,0 7 SA 5,4░
Stykkishˇlmur 0,2 9 SA 5,8░
BolungarvÝk 0,0 2 VSV 4,9░
Akureyri 0,0 6 SSA 5,8░
Raufarh÷fn 0,0 7 SSA 2,1░
Egilsst.flugv. 0,0 4 SSV 1,9░
Dalatangi 0,4 7 S 3,8░
Keflav.flugv. 9 S 6,9░

K÷nnun
Ţmsar upplřsingar
Birt hefur verið á vef Alþingis svar innanríkisráðherra við  fyrirspurn Birnu Lárusdóttur um bætta aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll og framtíð innanlandsflugs. Fyrst eru spurningarnar birtar ein og ein og síðan svar í beinu framhaldi af hverri spurningu:


    1.
    Hvað líður fyrirætlunum um að bæta aðstöðu flugfarþega og flugfélaga við Reykjavíkurflugvöll og hvað hefur valdið þeim
töfum sem orðnar eru á betrumbótunum?

   
Þrír afgreiðslustaðir fyrir farþega eru starfræktir á Reykjavíkurflugvelli. Flugfélag Íslands rekur einn, flugfélagið Ernir annan og Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli þann þriðja.

    Eins og kunnugt er voru uppi hugmyndir um að reisa samgöngumiðstöð á norðaustursvæði flugvallarins, sem m.a. skyldi gegna hlutverki flugstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Töluverð vinna og fjármunir, um 50 millj. kr. frá Flugstoðum ohf., nú Isavia, voru lögð í verkefnið. Verkefnið var unnið í samstarfi Reykjavíkurborgar og flugmálayfirvalda. Ekki náðist samkomulag um þetta þrátt fyrir góðan vilja ríkisins.

 

    Árið 2011 hófust samningaumleitanir milli ríkisins og Reykjavíkurborgar með það að markmiði að endurbæta aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á flugvellinum við núverandi flugstöð Flugfélags Íslands. Náðst hefur samkomulag milli innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um þau atriði sem að ráðuneytinu snúa en borgin gerir kröfu um að ljúka samtímis viðræðum við fjármálaráðuneytið um að fá til ráðstöfunar land við flugvöllinn, annars vegar við Skerjafjörð og hins vegar við Öskjuhlíð. Þeim viðræðum er ekki lokið.

    2.     Hver er stefna ríkisins hvað varðar gjaldtöku í innanlandsflugi?

    Framlög ríkisins til flugvalla hafa dregist saman á undanförnum árum, rekstrarkostnaður við þá aukist (m.a. vegna aukinna öryggiskrafna) og notendagjöld lækkað, að raungildi, fram til ársins 2012. Þetta hefur m.a. komið niður á viðhaldi
kerfisins, sem ekki gengur til lengdar. Við þessu hefur verið brugðist með hækkunum þjónustugjalda, í samræmi við samgönguáætlun. Gera verður ráð fyrir að hækkanirnar komi fram í flugfargjöldum en þau eru ákveðin af flugrekendum hvort
sem um ríkisstyrkt flug er að ræða eða ekki.

 

    Stefna ríkisins um gjaldtöku í innanlandsflugi er að hafa gjöldin hófleg en þau ráðast mjög af framlögum til málaflokksins á fjárlögum og þörf til að viðhalda lágmarksþjónustu. Um er að ræða tvo fjárlagaliði, 06-651-1.13 Styrkir til innanlandsflugs, 338,0 millj. kr., og 06- 672-1.01 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, 1.786,0 millj. kr., árið 2013.

    3.     Hvaða áhrif hafa auknar álögur ríkisins á innanlandsflug á framtíðarmöguleika þess?

    Hækkun þjónustugjalda hefur tvíþætt áhrif á framtíðarmöguleika innanlandsflugs.   

a.  Hækkun þjónustugjalda gerir ríkinu kleift að halda öruggum rekstri flugvallakerfisins gangandi lengur en ella. Þannig aukast
líkurnar á því að innanlandskerfið verði rekið áfram til framtíðar.

b.  Hækkun þjónustugjalda kemur fram í hærri flugfargjöldum. Hvort það verður til að draga úr flugi fer meðal annars eftir
því hvort sambærilegar hækkanir hafa orðið við að nota bílinn, helsta samkeppnisaðila flugsins.

 

 Á fyrstu 11 mánuðum ársins 2012 dró úr fjölda farþega, samkvæmt tölum frá Isavia, á Reykjavíkurflugvelli um 4,4%, sem að stórum hluta stafar af samdrætti á flugi til Grænlands, á Akureyrarflugvelli um 1,6%, á Egilsstöðum um 1% og á öðrum
flugvöllum um 0,2%. Til samanburðar dró úr umferð samkvæmt sextán teljurum Vegagerðarinnar á hringveginum um 0,4% milli áranna 2011 og 2012, og á fimm þeirra á Norðurlandi um 4,1%. Um Akureyri fer yfir helmingur innanlandsflugfarþega. Samdrátturinn í fluginu er því minni en í bílaumferð. Það er eigi að síður skoðun flugrekenda að gjaldtaka hafi dregið úr farþegafjölda og frekari gjaldtaka muni draga enn frekar úr farþegafjölda, sem brugðist verði við með fækkun flugferða eða jafnvel með því að leggja niður flugleiðir.
 

    4.
    Eru forsendur fyrir flugþjónustu til jaðarsvæða Íslands brostnar?

 

    Markaðslegar forsendur fyrir flugþjónustu til jaðarsvæða á Íslandi eru ekki og hafa ekki verið fyrir hendi. Einkarekstur ber ekki flug nema til örfárra staða á Íslandi í dag og það þó að rekstur flugvallanna sé ríkisstyrktur. Flug til tiltekinna
jaðarsvæða er því styrkt af þeim sökum. Það er ljóst að flug til þessara staða mun ekki verða sjálfbært og segja má að flug til þeirra sé háð stefnu ríkisins í byggðamálum. Ríkið styrkir nú flug til Bíldudals, Gjögurs, Grímseyjar, Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hafnar sem segja má að sé forsenda þess að flugi til þeirra staða verði haldið uppi.

    Ráðherra leggur ríka áherslu á mikilvægi innanlandsflugs fyrir lífsgæði og öryggi fólks á landsbyggðinni og á
vegum ráðuneytisins er nú unnið að gerð félagshagfræðilegrar úttektar á framtíð áætlunarflugs innan lands, eins og það er skilgreint í samgönguáætlun 2011–2022.

Sjá feril málsins hér á vef Alþingis, www.althingi.is 

 KeflavÝk | Brottfarir
WW942 06:20 Stockholm Arlanda
WW462 06:15 Brussels
WW760 06:00 Frankfurt
WW442 06:00 Amsterdam
WW404 06:00 Paris CDG
WW902 06:30 Copenhagen
WW720 06:00 Berlin Schoenefeld
WW810 06:20 London Gatwick
WW852 06:55 Dublin
KeflavÝk | Komur
WW252 04:25 Montreal
WW118 05:00 Baltimore Washington
WW126 04:50 Boston
WW148 04:50 Pittsburgh
WW104 04:55 New York Newark
FI696 06:00 Vancouver
WW154 05:00 Chicago
NY5107 05:20 Akureyri
FI670 06:30 Denver
ReykjavÝk | F.═. | Brottfarir
NY1127:10Akureyri
NY3267:30Egilssta­ir
NY01610:15═safj÷r­ur
ReykjavÝk | F.═. | Komur
NY9007:05KeflavÝk
NY1139:10Akureyri
NY32710:00Egilssta­ir
ReykjavÝk | Ernir | Kom./Brottf.
Akureyri | F.═. | Komur / Brottfarir
Egilssta­ir | F.═. | Komur / Brottfarir
═safj÷r­ur | F.═. | Komur / Brottfarir
Vestma.eyjar | Ernir | Kom./Brott.
BÝldudalur | Ernir | Kom./Brott.
H˙savÝk | Ernir | Kom./Brott.
H÷fn | Ernir | Kom./Brott.
┴Štlunarfer­ir til og frß flugv÷llum
Almenningssamg÷ngur
BÝlfarsvefir
┴Štlunarfer­ir til og frß ferjust÷­um
Leigubifrei­ast÷­var
BensÝnver­
Eldsneytisverð
95 okt 
Lægsta verð190.90
Meðalverð203.08
Dísel 
Lægsta verð181.90
Meðalverð195.10
Sjá nánar á GSMBensín.is
 
Vefumsjˇn