Ve­ri­ kl: 1:00
Sta­ur ┌rk. Skřj. m/s Vindst. Hiti
ReykjavÝk 0,0 3 ANA -3,2░
Stykkishˇlmur 0,0 5 ANA -3,8░
BolungarvÝk 0,0 2 VSV -4,8░
Akureyri 0,0 2 S -5,8░
Raufarh÷fn 0,0 6 SV -5,1░
Egilsst.flugv. 0,0 4 SSA -6,1░
Dalatangi 0,1 1 V -2,2░
Keflav.flugv. 5 SA -3,1░

K÷nnun
Ţmsar upplřsingar

Í  tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguætlun fyrir árin 2013-2016 er ýmsan fróðleik að finna um áform
stjórnvalda næstu fjögur árin í samgöngumálum ef tillagan nær samþykki Alþingis.  Þar kemur m.a. fram um framlög til vegamála:  

  

  "Fjárhæðir vegáætlunar á árinu 2013 eru í samræmi við fjárlög fyrir árið. Að því gefnu verður heildarframlag til vegagerðar 19.783 millj. kr. á árinu 2013. Við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Alþingi hækkaði framlag til innanlandsflugs um 75 millj. kr., veitt var 45 millj. kr. framlag vegna göngubrúar yfir Markarfljót og loks var framlag til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferjum hækkað og er nú 463 millj. kr. Á árinu 2014 verður heildarframlagið 19.230 millj. kr., sem er sama upphæð og árið áður án framlaga vegna ferju, innanlandsflugs og göngubrúar. Fyrir árin 2015 og 2016 er gert ráð fyrir 3% árlegri aukningu auk sérstaks framlags til jarðgangaáætlunar, 3.000 millj. kr. hvort árið um sig. Heildarframlagið 2015 verður því 22.701 millj. kr. og 23.217 millj. kr. á árinu 2016.

Fjármagn til vegagerðar og verðlagsforsendur.
    
Samgönguáætlun 2011–2022 og 2011–2014 var afgreidd á Alþingi 19. júní 2012. Sá hluti áætlunarinnar, vegáætlun 2013–2016, sem er til endurskoðunar hér tekur allnokkrum breytingum frá hinni samþykktu áætlun. Er þar fyrst að nefna að fjármagn til framkvæmda er minnkað um 14 millj. kr. 2013, 163 millj. kr. 2014, 866 millj. kr. 2015 og 730 millj. kr. 2016. Það kemur aðallega til af því að framkvæmdahluti vegáætlunar er í rauninni afgangsstærð eftir að tryggt hefur verið fjármagn til samningsbundinna verkefna á sviði rekstrar ferja, almenningssamgangna á landi og styrkja til innanlandsflugs. Sama á að mörgu leyti einnig við um þjónustu og viðhald. Í öðru lagi er samþykkta áætlunin ekki verðbætt og að gefinni 4% verðbólgu milli ára þýðir það um 3.750 millj. kr. raunlækkun á framkvæmdagetu áætlunarinnar. Samsvarandi gildir um aðra þætti áætlunarinnar eins og rekstur, þjónustu, styrki og viðhald. Í þriðja lagi reynist nauðsynlegt að hækka framlög til endurgerðar brúar á Múlakvísl um 434 millj. kr. en kostnaðaráætlun lá ekki fyrir við gerð samgönguáætlunar sl. vor. Eins þarf að hækka framlög til vegagerðar á Vestfjarðavegi milli Eiðis og Kjálkafjarðar um 400 millj. kr. Á móti er unnt að lækka framlög til Álftanesvegar um 200 millj. kr. vegna hagstæðra tilboða til verksins. 
        Áætlunin öll er gerð á verðlagi fjárlaga 2013 eða vísitölu áætlana Vegagerðarinnar 15.100 og er því ekkert svigrúm til að takast á við verðbólgu milli ára. Ef á þarf að halda verður reynt að minnka framkvæmdir og/eða flytja fjármagn milli verka til þess að unnt verði að halda útgjöldum innan fjárheimilda.

3.1 Fjármál.
    
Vegagerðin fær fé bæði af mörkuðum tekjustofnum og með beinum framlögum úr ríkissjóði. Í fjárlögum fyrir 2013 er gert ráð fyrir ráðstöfun 15.441 millj. kr. af mörkuðum tekjum til Vegagerðarinnar. Reiknað er með sömu tölu fyrir árið 2014 en 3% árlegri hækkun fyrir árin 2015 og 2016. Bein framlög úr ríkissjóði eru á árinu 2013 4.342 millj. kr. Reiknað er með samsvarandi framlögum á árinu 2014, án framlags til Vestmannaeyjaferju, smíði brúar og til innanlandsflugs, en að þau hækki síðan um 3.000 millj. kr. á árunum 2015 og 2016.

3.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.

    T
ekjuspá fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir að 16.170 millj. kr. innheimtist af mörkuðum tekjum. Gengið er út frá sömu tekjuspá árið 2014 en 3% árlegri hækkun árin 2015 og 2016. Í fjárlögunum er gert ráð fyrir að árið 2013 verði ráðstöfun markaðra tekna til vegagerðar 15.441 millj. kr. þannig að 729 millj. kr. eru skildar eftir, líklega til að minnka skuld vegasjóðs við ríkissjóð.
        Innheimta markaðra tekna á tekjuárinu 2011 var einungis 14.266 millj. kr. þannig að þrátt fyrir hækkanir á gjaldskrám verður tekjuspá fjárlaga fyrir 2013 að teljast frekar há.     
    Tekjur af sérstöku vörugjaldi af bensíni eru samkvæmt tekjuspá fjárlagafrumvarps fyrir 2013 8.100 millj. kr. eða rúm 50% af áætluðum mörkuðum tekjum.
    Tekjur af olíugjaldi eru áætlaðar 7.300 millj. kr. í fjárlagafrumvarpinu eða um 45% af heildartekjunum og tekjur af kílómetragjaldi (þungaskatti) eru áætlaðar 760 millj. kr. eða tæp 5% af heildartekjunum. 
    Til markaðra tekna teljast einnig tekjur af leyfisgjöldum flutninga og leigubifreiða. Áætlaðar árlegar tekjur af þeim eru 10 millj. kr.

Framlag úr ríkissjóði.
        
Vegagerðin fær árlega til ráðstöfunar framlag úr ríkissjóði til viðbótar við ráðstöfun markaðra tekna. Framlög þessi eru yfirleitt eyrnamerkt ákveðnum verkefnum. Styrkir til innanlandsflugs, styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, jarðgangaáætlun og sérstök átaksverkefni í vegagerð eru meðal þessara verkefna.
        Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2013 eru þessi beinu framlög 4.342 millj. kr. og skiptast þannig að styrkir til innanlandsflugs eru 338 millj. kr., styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu eru 996 millj. kr. og framlag til átaksverkefna í samræmi við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar 2.500 millj. kr. Þessar tölur munu einnig gilda fyrir árið 2014. Viðbótarfjárveiting er á fjárlögum 2013, 463 millj. kr. framlag úr ríkissjóði vegna undirbúnings og að hluta til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Loks er 45 millj. kr. framlag til hönnunar og smíði göngubrúar yfir Markarfljót.
        Á árunum 2015 og 2016 hækkar beina framlagið um 3.000 millj. kr. hvort árið um sig en þar er um að ræða sérstakt framlag til jarðgangagerðar."

 

Nálgast má þingsályktunina hér á vef Alþingis, www.althingi.is

KeflavÝk | Brottfarir
WW760 06:00 Frankfurt
WW720 06:00 Berlin Schoenefeld
WW442 06:00 Amsterdam
WW404 06:00 Paris CDG
WW810 06:20 London Gatwick
WW902 06:30 Copenhagen
WW698 07:00 Tel Aviv
FI532 07:20 Munich
FI520 07:30 Frankfurt
KeflavÝk | Komur
WW132 04:05 Miami Intl
WW252 04:25 Montreal
WW126 04:50 Boston
WW104 04:55 New York Newark
WW214 04:50 Toronto
WW154 05:00 Chicago
WW148 04:50 Pittsburgh
FI688 06:10 Orlando
FI614 06:15 New York JFK
ReykjavÝk | F.═. | Brottfarir
ReykjavÝk | F.═. | Komur
ReykjavÝk | Ernir | Kom./Brottf.
Akureyri | F.═. | Komur / Brottfarir
Egilssta­ir | F.═. | Komur / Brottfarir
═safj÷r­ur | F.═. | Komur / Brottfarir
Vestma.eyjar | Ernir | Kom./Brott.
BÝldudalur | Ernir | Kom./Brott.
H˙savÝk | Ernir | Kom./Brott.
H÷fn | Ernir | Kom./Brott.
┴Štlunarfer­ir til og frß flugv÷llum
Almenningssamg÷ngur
BÝlfarsvefir
┴Štlunarfer­ir til og frß ferjust÷­um
Leigubifrei­ast÷­var
BensÝnver­
Eldsneytisverð
95 okt 
Lægsta verð190.90
Meðalverð203.08
Dísel 
Lægsta verð181.90
Meðalverð195.10
Sjá nánar á GSMBensín.is
 
Vefumsjˇn